Einstakur kjarni einbýlishúsa með sjávarútsýni í Finestrat. Svæðið er vel staðsett í nálægð við mikla þjónustu og afþreyingu þar á meðal verslunarmiðstöðina La Marina. Benidorm og strendurnar þar í kring eru stutt frá en þar er að finna alls kyns afþreyingu, mat og menningu. Kjarninn er vel tengdur vegakerfinu og er auðvelt að aka til Altea og Alicante, en flugvöllurinn í Alicante er eingöngu í 40 mínútna akstursfjarlægð.
Kjarninn býður upp á einstök einbýlishús með 3 svefnherbergjum, hvert með baðherbergi innaf, byggð á lóðum sem eru 468-622 m2 og eru fáanleg í þremur útgáfum:
Model 1: Hús á tveimur hæðum með 3 svefnherbergjum og bílskúr með stæði fyrir 2 bíla
Model 2: Hús á tveimur hæðum með svefnherbergi á jarðhæð, 2 svefnherbergi á annarri hæð, þvottaherbergi, geymslu og tómstundarými í kjallara.
Model 3: Hús á einni hæð með 3 svefnherbergjum, með bílskúr og líkamsrækt í kjallaranum
Öll húsin eru með opnu skipulagi og stofu sem opnast út á verönd og sundlaugarsvæðið. Gestasalerni er í húsunum og lyfta. Í öllum baðherbergjum er frístandandi baðkar.
Húsin eru byggð úr úrvals byggingarefnum og þeim fylgir loftkæling með Airzone stjórnborði, eldhústæki, gólfhiti á baðherbergjum, rafstýrðar gardínur, LED inni- og útilýsing, lyfta, sóalrsellur, “infinity” sundlaug, útisturta, fullgerður garður með gervigrasi og sjálfvirkri hurð í bílskúrinn.
einkasundlaug
eigin garður
einkabílastæði
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.