Nýr kjarni einbýlishúsa með frábæru útsýni í Finestrat, á norðurhluta Costa Blanca. Frábær staðsetning, í rólegu umhverfi sem nýtur mikillar náttúrufegurðar en þó stutt frá öllum þægindum sem fylgja því að búa í borg, og stutt frá La Marina verslunarmiðstöðinni á Benidorm. Svæðið býður upp á mikla þjónustu, s.s. nokkra golfvelli, göngustíga, vantasport á ströndunum, sem og tækifæri til afþreyingar fyrir alla fjölskylduna, s.s. Terra Mítica skemmtigarðinn, Aqualandia og Benidorm Palace, auk úrval næturklúbba og bari. Vegirnir N332 og AP7 tengja svæðið við Costa Blanca og flugvöllinn í Alicante en hann er í um klukkustundarfjarlægð frá kjarnanum.
Einstök 2ja hæða hús sem eru fáanleg með eða án kjallara, byggð á 350-400m2 lóðum. Báðar útgáfur húsanna eru með opnu skipulagi með mikilli lofthæð, nútímalegu eldhúsi og rúmgóðri borðstofu sem opnast út á verönd sem er með hálf-yfirbyggðri pergólu. Stórir gluggar í stofunni opnast út í garðinn og sundlaugarsvæðið og á hæðinni er einnig tvöfalt svefnherbergi og baðherbergi. Hin tvö herbergin eru á efri hæðinni, annað með fataherbergi og sér svalir. Þakveröndin býður upp á stórkostlegt útsýni.
Húsin sem eru með kjallara eru með stórt tómstundarými sem er 66m2, með þvottaherbergi og gestasalerni. Kjallarinn er aðgengilegur innanfrá og utanfrá en við innganginn að utan er falleg ensk verönd. Tveir inngangar gera það að verkum að hægt er að útbúa kjallarann sem íbúð. Einnig er hann kjörinn sem bíósalur, vínkjallari, líkamsrækt eða hvað sem er.
Boðið er upp á að kaupendur hanni húsin að vild og er hægt að velja úr miklu úrvali af innréttingum, gólfefni og þess háttar. Húsin eru afhent með tengi fyrir loftkælingu, fullbúnum fataskápum, LED lýsingu í eldhúsi og baðherbergjum, tengi fyrir öryggiskerfi, sólar panelum, einkasundlaug með tengi fyrir hitapumpu og bílastæði.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.