Kjarni einbýlishúsa í Santa Rosalía Lake and Life Resort, við strendur Murcia. Svæðið er lokað og með öryggisgæslu, um 700.000 m2 að stærð og hannað umhverfis glæsilegt kristaltært lón og garðsvæði. Úrval aðstöðu til útvistar og íþrótta fyrir alla aldurshópa eru í kjarnanum og vatnaíþróttir má stunda á lóninu sjálfu. Á svæðinu er einnig strandklúbbur með veitingastöðum, líkamsrækt og verslunum. Los Alcázares og strendur Mar Menor eru í einungis 4 km fjarlægð.
Húsin eru á einni hæð með 3 en-suite svefnherbergjum, kjallara og þakverönd, byggð á lóðum frá 385 – 500 m2 og fáanleg í mismunandi útgáfum. Óvenjuleg hönnun húsanna samanstendur af náttúrusteini með nútímalegum hvítum framhliðum og glerþiljum. Stórkostlegur þakgluggi nær yfir þak húsanna sem hleypir inn náttúrulegri birtu. Öll svefnherbergin eru með baðherbergi en hjónasvítan er einnig með fataherbergi.
Í kjallara er baðherbergi og tækjaherbergi, sem og stórt opið rými sem hægt er að nýta sem tómstundaherbergi, bíósal, líkamsræktarsal eða innrétta rýmið sem íbúð.
Stórkostlegt útisvæðið er framlenging á stofu og er yfirbyggt að hluta og þar má finna sundlaug og útisturtu. Stigi liggur frá veröndinni upp á þakveröndina sem er með allar tengingar fyrir útieldhús, heitan pott og sólarsellur. Garðurinn er fallegur og hannaður með lágmarks vatnsnotkun í huga með plöntum og trjám. Öll húsin eru með einkabílastæði og sum þeirra hafa bílskúr eða yfirbyggt bílastæði með tengingu fyrir rafmagnsbíl.
Húsin eru byggð með gæðafrágangi og afhent með loftkælingu, eldhústækjum, gólfhita á baðherbergjum, rafmagnsgardínum í svefnherbergjum, inni– og útilýsingu, snjallkerfi, fallegum görðum, einkasundlaug með fossi og tengingu fyrir hitapumpu fyrir sundlaugina.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.