Lúxuseinbýli með dásamlegu útsýni í Cumbre de Sol, í einstakri íbúabyggð í Costa Blanca Norte. Einungis í 5 mínútna fjarlægð frá Playa Moraig með „chiringuitos“ og hinum fallegu Calas Llebeig og Los Tiestos. Húsið tilheyrir lokaðri íbúabyggð með takmörkuðum aðgangi, rétt hjá ýmis konar þjónustu eins og verslunarkjarna með matvörubúð, hárgreiðslustofu, apóteki, börum og veitingastöðum, alþjóðlegum menntaskóla og allskonar íþróttaaðstöðu, tennisvöllum, göngu- og hestaleiðum. Cumbre de Sol er mjög nálægt mikilvægum ferðamannastöðum, eins og Moraira í 10 mínútna fjarlægð, Jávea í 15 mínútna fjarlægð í 30 mínútna og Alicante í klukkutímafjarlægð. Flugvöllurinn í Alicante er í um það bil klukkutímafjarlægð.
Í boði er einstakt fyrsta flokks einbýli með þremur svefnherbergjum og 4 baðherbergjum á tveimur hæðum. Stórkostlegt útsýni er frá húsinu, þökk sé hækkun jarðvegsins, ekki aðeins yfir hafið heldur einni að Cabo de la Nao (Jávea), Peñón de Ifach (Calpe), Sierra be Bernia, Sierra de Aitana og allt að Balear-eyjum.
Dagrýmið er allt á einni og sömu hæðinni,sem veitir aukin þægindi. Dagrýmið er í opnu rými og samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu með stórum gluggum þaðan sem útgengt er í garðinn. Á stórri verönd sem er yfir 70 m2 er sundlaug sem er hönnuð svo það er eins og maður sé í sjónum. Svefnherbergin 3 eru með sérbaðherbergi, er eitt með aðgang að verönd og það sker sig úr vegna einstakrar hönnunar, herbergið skagar út úr byggingunni og hangir beint yfir sjónum.
Kjallaranum er skipt upp í nokkur rými sem hægt er að sérsníða eftir þörfum eiganda, eins og að útbúa gestaíbúð, bíósal, leikfimiaðstöðu eða hvað það sem hugurinn girnist. Tvær yfirbyggðar verandir og opinn bílskúr.
Eignin er byggð með fyrsta flokks efni, eldhúsið er fullbúið með hagæða heimilistækjum, loftræstingu um stokk, hita í gólfum, rafknúnum gardínum, innri og yrti lýsingu, viðvörunarkerfi með vídeó, snjalltækjum, rafknúnu hliði fyrir ökutæki, hliði fyrir gangandi vegfarendur, sjálfbæru ljósspennukerfi fyrir húsnæði sem nota 5,5 kw og hleðslustöð fyrir rafbíla.
Einstakt einbýli með ótrúlegu útsýni og tryggðu næði, fullkomið til að njóta lífsins lystisemda við Miðjarðarhafið.
Þessar upplýsingar sem hér eru gefnar eru fyrir hendi og þær eru ekki hluti af samningi. Tilboðinu er hægt að breyta eða afturkalla án fyrirvara. Verð er ekki með VSK.